Hoppa yfir valmynd

ÖRYGGISLEIT OG REGLUR

ÖRYGGISLEIT OG -REGLUR

Eftir að farþegar hafa innritað sig fara þeir í gegnum aðgangsstýringarhlið með því að skanna brottfararspjald. Eftir það er komið að öryggisleit. Til að leit gangi fljótt og örugglega fyrir sig er best að vera ekki með neina bannaða hluti meðferðis í handfarangri og hafa eftirfarandi í huga:

Vökvi 100 ml per eining

Vökvi 100 ml per eining

Fartölva og rafmagnstæki úr tösku

Fartölva og rafmagnstæki úr tösku

Tæma vasa og taka af sér belti

Tæma vasa og taka af sér belti

  • Vökva er einungis heimilt að hafa meðferðis ef hver eining er 100 ml. eða minna og má heildarmagn ekki fara yfir 1 líter
  • Setja skal allan vökva sem er 100 ml. eða minna í glæran rennilásapoka
  • Taka skal rennilásapoka úr tösku og setja í bakka
  • Taka skal fartölvu og önnur stærri rafmagnstæki úr tösku og setja í sér bakka, ekki með öðrum hlutum
  • Fara skal úr yfirhöfn, taka af sér belti, tæma vasa og setja í bakka
  • Farþegar gætu verið beðnir um að fara úr skóm til að hægt sé að skima þá.

Öryggisleit á Keflavíkurflugvelli

Farþegar geta keypt vökva og aðrar vörur á brottfararsvæði flugstöðvarinnar. Ef um beint flug er að ræða má taka allan vökva sem keyptur er á brottfararsvæði flugstöðvarinnar með í flug. Ef um tengiflug er að ræða er vökvi ásamt sölukvittun sett í innsiglispoka og má ekki rjúfa innsigli fyrr en á áfangastað er komið. Ef farangur er ekki innritaður alla leið er best að koma vökvanum fyrir í lestarfarangri áður en haldið er af stað í næsta flug. Athugið að áður en komið er í öryggisleit er rými þar sem farþegar geta losað úr drykkjaríláti og tekið það tómt með í handfarangri.

Disposal station before security

Reglur um vökva í handfarangri
Ef bannaðir hlutir eða aðrir hlutir sem farþegi má ekki hafa meðferðis, sjá hlekk hér að neðan, finnast í handfarangri skal farþega gefinn kostur á að innrita hlutina sem lestarfarangur svo framarlega sem þeir eru leyfðir til flutnings sem lestarfarangur. Aðstaða til að geyma bannaða hluti er ekki fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli.