Hoppa yfir valmynd

Þjónusta fyrir farþega með fötlun og/eða skerta hreyfigetu

Samkvæmt Reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (EB) nr. 1107/2006 þá skulu allir borgarar að jafnaði njóta góðs af innri markaði fyrir flugþjónustu. Af þeim sökum skulu fatlaðir og hreyfihamlaðir einstaklingar, hvort sem hreyfihömlunin er af völdum fötlunar, aldurs eða annarra þátta, hafa sömu möguleika á að ferðast flugleiðis og aðrir borgarar.

Skammstöfunin „PRM“ stendur fyrir „Passenger with reduced mobility“ og er notuð til að lýsa lögbundinni þjónustu sem evrópskir flugvellir eiga að veita farþegum með fötlun og/eða skerta hreyfigetu. Þjónustan er einnig þekkt undir ýmsum öðrum heitum og má m.a. nefna „Special Assistance“, „Mobility“ og „Wheelchair service“.

PRM þjónusta á Keflavíkurflugvelli 

PRM farþegum stendur til boða aðstoð þjálfaðs starfsfólks sér að kostnaðarlausu. Hér að neðan er farið yfir helstu þætti þjónustunnar og spurningar sem gætu vaknað. 

UPPLÝSINGAR FRÁ FLUGFÉLÖGUM

Séraðstoð hjá eftirfarandi flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.

Þjónustukönnun prm farþega

Til þess að geta veitt gæðaþjónustu skiptir miklu máli að fá þitt álit.