Hoppa yfir valmynd

Þjónusta fyrir farþega með fötlun og/eða skerta hreyfigetu

Þjónusta við farþega sem þarfnast aðstoðar (PRM)

PRM stendur fyrir „Persons with Reduced Mobility“ sem er yfirhugtak yfir einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél.

PRM farþegum stendur til boða aðstoð þjálfaðs starfsfólks sér að kostnaðarlausu. PRM þjónustan er pöntuð hjá viðkomandi flugfélagi. Mikilvægt er að tilkynna flugfélagi, umboðsaðila hans eða ferðasala, um þörf þína fyrir aðstoð með a.m.k. 48 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs. Sjá upplýsingar um þjónustu flugfélaga hér fyrir neðan.

Við komu á flugvöllinn skaltu láta vakstjóra PRM þjónustu vita af komu þinni með einum af eftirfarandi hætti:

  1. Í kallkerfi á sérmerktu bílastæði brottfaramegin við norðurhlið flugstöðvar
  2. Við innritunarborð afgreiðsluaðila viðkomandi flugfélags
  3. Í kallkerfi á sérmerktum stað í brottfarasal, staðsett undir appelsínugulu skilti sem á stendur „Meeting Point
  4. Við brottför býðst þér aðstoð við að komast leiðar þinnar allt frá því að þú kemur á flugvöllinn og þar til þú sest í flugsætið þitt.

 Mikilvægt er að þú látir vita af þér þó að þú þurfir ekki aðstoð alla leið í gegnum flugstöðina. Þannig veit vakstjóri PRM þjónustu af þér, veit hverjar óskir þínar og þarfir eru og þið getið skipulagt þjónustuna saman.

Segllyfta er í boði á Keflavíkurflugvelli, fyrir þá sem kjósa afnot af henni þegar farið er um borð eða frá borði flugfars. Æskilegt er að beiðni um afnot af lyftunni berist með beiðni um PRM þjónustu, en einnig er hægt að óska eftir henni við upphaf þjónustunnar.

Starfsfólk Fríhafnar aðstoða þig við val á vörum ef þörf er á
Starfsfólk PRM þjónustu geta aðstoðað þig við að sækja vörur í Fríhöfninni ef þú hefur nýtt þér Dutyfree Express þjónustuna. Hún stendur eingöngu brottfarafarþegum til boða. Mikilvægt er að koma með pöntunarnúmerið þegar þú sækir vörurnar. Panta þarf vörur með að a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Ekki er mælt með því að panta vörur með meira en viku fyrirvara. Nánari upplýsingar um Dutyfree Express pantanir má finna inni á dutyfree.is/karfa.

Hér að neðan er farið yfir helstu þætti PRM þjónustunnar og spurningar sem gætu vaknað. 

Flugfélög notast við alþjóðlega kóða til að greina hvers konar aðstoð þarf að veita PRM farþegum. Eftirfarandi eru kóðarnir sem er unnið út frá:

  • WCHR: fyrir farþega sem geta ekki gengið langar vegalengdir.
  • WCHS: fyrir farþega sem geta ekki gengið upp og/eða niður tröppur.
  • WCHC: fyrir farþega sem geta ekki gengið.
  • DEAF: fyrir farþega sem eru með heyrnaskerðingu eða eru heyrnalausir.
  • BLND: fyrir farþega sem eru með sjónskerðingu, eru blindir og/eða blindir og mállausir.
  • DEAF/BLND: fyrir farþega með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
  • DP NA: farþegi með vitsmuna- og/eða þroskaskerðingu.

Upplýsingar frá flugfélögum

Séraðstoð hjá eftirfarandi flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.