Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað tengt flugvellinum

Allar upplýsingar varðandi aðgerðir á Íslandi vegna Covid-19, skimun á Keflavíkurflugvelli og landamærareglur má finna á upplýsingasíðunni Covid.is auk algengra spurninga.

Sjá yfirlit hér að neðan yfir aðgerðir sem flugvöllurinn hefur gripið til.

Samkvæmt sóttvarnarlækni þurfa allir farþegar sem koma erlendis frá að vera með grímu þegar þeir fara í gegnum flugstöðina. Það er valkvætt að hafa grímu í flugstöðinni við brottför.

Almennt er starfsfólk okkar ekki skylt að klæðast hlífðarfatnaði eða að hafa grímu. Aftur á móti ber starfsfólk okkar í öryggisleit grímur vegna eðli vinnu sinnar.

Á upplýsingasíðu Evrópusambandsins má finna nýtilegar upplýsingar um ferðatakmarkanir í öllum löndum sambandsins sem auðvelda skipulag ferðalagsins.

Þjónustustig í verslunum og veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú takmarkað sökum lítillar flugumferðar. Á aðalverslunarsvæði flugstöðvarinnar er alltaf opið í Fríhafnarverslun tengt flugi og á Mathúsi eru sjálfssalar. Farþegar geta því alltaf gengið að því vísu að geta keypt veitingar á flugvellinum til að borða á staðnum og taka með í nesti.

Já, Arion banki er opinn á flugvellinum tengt flugi. Hraðbankar eru opnir allan sólarhringinn. Endurgreiðsla á VSK er opin tengt brottfararflugi. Sjá frekari upplýsingar um þjónustu Arion banka á flugvellinum.

Allir samgöngumátar eru í boði sem hafa verið starfandi við flugvöllinn, svo sem rútur, bílaleigubílar, leigubílar og strætó, en vegna minnkandi flugumferðar hefur tíðni ferða og þjónustustig lækkað. Sjá frekari upplýsingar um samgöngur til og frá Keflvíkurflugvelli.

Flugvöllurinn býður enn upp á þjónustu fyrir þá farþega sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Mikilvægt er að tilkynna flugfélagi, umboðsaðila hans eða ferðasala, um þörf þína fyrir aðstoð með a.m.k. 48 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs.