Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað tengt flugvellinum

Allar upplýsingar varðandi aðgerðir á Íslandi vegna Covid-19, skimun á Keflavíkurflugvelli og landamærareglur má finna á upplýsingasíðunni Covid.is.

Samkvæmt sóttvarnarlækni þurfa allir farþegar sem koma erlendis frá að vera með grímu þegar þeir fara í gegnum flugstöðina. Einnig er mælst til þess að farþegar beri grímu við brottför frá Íslandi.

Já það er hægt að kaupa á nokkrum stöðum. Annars vegar í komusal hjá KEF Parking og hins vegar í brottfaraverslun Fríhafnarinnar á 2 hæð. Sjá kort af flugstöðinni.

Starfsfólk okkar notar viðeigandi hlífðarbúnað með hliðsjón af eðli hvers starfs og samkvæmt tilmælum og kröfum heilbrigðisyfirvalda. 

Á upplýsingasíðu Evrópusambandsins má finna nýtilegar upplýsingar um ferðatakmarkanir í öllum löndum sambandsins sem auðvelda skipulag ferðalagsins.

Vegna áhrifa af völdum Covid-19 má gera ráð fyrir breytilegum afgreiðslutíma hjá verslunum, veitingastöðum og bankastarfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig hafa einstaka aðilar lokað tímabundið.

Sjálfsalar eru aðgengilegir í flugstöðinni þar sem hægt er að nálgast drykki, samlokur, snakk og sælgæti. 
Hægt er að hafa samband við einstaka þjónustuaðila til að fá nánari upplýsingar um afgreiðslutíma.

Já, Arion banki er opinn á flugvellinum tengt flugi. Hraðbankar eru opnir allan sólarhringinn. Endurgreiðsla á VSK er opin tengt brottfararflugi. Sjá frekari upplýsingar um þjónustu Arion banka á flugvellinum.

Allir samgöngumátar eru í boði sem hafa verið starfandi við flugvöllinn, svo sem rútur, bílaleigubílar, leigubílar og strætó, en vegna minnkandi flugumferðar hefur tíðni ferða og þjónustustig lækkað. Nánari upplýsingar má finna inni á vefsíðum hópferðafyrirtækja hér að neðan. Bílaleigur hafa takmarkað opnunartíma sinn í flugstöðinni. Við biðjum þá farþega sem ætla að nýta sér þjónustu þeirra að hafa beint samband við viðkomandi bílaleigu til að kanna opnunartíma. 

Flugvöllurinn býður enn upp á þjónustu fyrir þá farþega sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Mikilvægt er að tilkynna flugfélagi, umboðsaðila hans eða ferðasala, um þörf þína fyrir aðstoð með a.m.k. 48 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs.

Miðað er við að ef tengifarþegi er lengur en sólarhring á landinu þarf hann að undirgangast skimun. Ef farþegi þarf að fara í gegnum toll og innrita sig aftur og gerir það innan sólarhrings frá komu, er farþegi undanþeginn skimun. Farþegi þarf aftur á móti alltaf að skrá sig vegna komu til landsins á www.visit.covid.is. Þar merkir hann við að hann sé tengifarþegi (transit/transfer) farþegi. Ef farþegi fer út af flugvellinum innan þessa sólarhrings þarf hann að fylgja öllum tilmælum um smitgát.

Sjá frekari upplýsingar á www.covid.is

Mælt er með að mæta a.m.k. 2 tímum fyrir brottför.

Bið eftir sýnatöku getur verið allt að 60 mínútur.